Fara í innihald

Spjall:Kosningaréttur kvenna

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þarf ekki að skýra þetta ósamræmi, „Uppruna baráttunnar fyrir kosningarétti kvenna má rekja til 18. aldar í Frakklandi.“ og hinsvegar, „Upphaf hinnar alþjóðlegu kvenréttindahreyfingar er gjarnan rakin til fundar sem haldinn var í Seneca Falls í Bandaríkjunum árið 1848“ þarna vantar eitthvað að skýra betur út, þá væntanlega skýra út hvað það var í Frakklandi sem telst „uppruni“. Bragi H (spjall) 8. janúar 2015 kl. 14:04 (UTC)[svara]

Um myndina "Skrúðganga í Bankastræti 7. júlí 1915 til þess að fagna kosningarétti kvenna"

[breyta frumkóða]

Takk fyrir afar fróðlega grein.

Skoðaði myndirnar og tók eftir því hvað "Bankastræti" er nálægt Miðbæjarskólanum, sbr:

Kosningaréttur kvenna#/media/Mynd:SÍS-6658.jpg

Fór að skoða húsin á myndinni næst skrúðgöngunni. Þau líkjast ekki neinu húsanna á Bernhöftstorunni heldur húsunum við Laufásveginn.

Í gamalli minningargrein kom fram að Guðmundur Breiðfjörð Blikksmiður hefði búið við Laufásveg 4 ef ég man rétt.

Eftir því sem ég fæ best séð er skrúðgangan að koma niður Bókhlöðustíg og inn á Lækjargötu, kannski á leið sinni á Austurvöll. 85.220.58.177 20. júní 2023 kl. 12:22 (UTC)[svara]